Við erum að leita að þér!

Petit Knitting leitar að reyndum prjónara sem treystir sér til að þýða prjónauppskriftir frá íslensku yfir á dönsku. Kostur ef viðkomandi getur einnig þýtt á önnur norræn mál.
Það er skilyrði að viðkomandi hafi haldbæra þekkingu á prjónaskap til að geta skilið verkefnin sem hann tekur að sér. 
Hæfniskröfur:
  • Mjög gott vald á íslenskri og danskri tungu
  • Haldbær þekking á prjónaskap
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð færni á Word
  • Heiðarleiki og frumkvæði
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Greiðslur verða eftir samkomulagi, en um er að ræða verktakavinnu þar sem greitt er fyrir unnið verk, þ.e. fast verð fyrir hverja þýdda uppskrift. Viðkomandi kemur því til með að ráða sínum vinnutíma sjálfur og skilar verkefnum innan tímaramma sem ákveðinn er í sameiningu.