Vinsælustu prjónauppskriftir ársins 2021

Það gekk á ýmsu á árinu 2021, en það er alveg óhætt að segja að prjónaskapur hafi notið góðs af því ástandi sem verið hefur á landinu okkar. Sóttkvír og einangranir hafa komið bæði nýjum og reyndari prjónurum til að taka upp prjónana.

Það fjölgar ört í hópi prjónara, og gleðilegast af öllu er að sjá allt unga fólkið sem nýtur þess að prjóna. 

Í upphafi nýs árs er kjörið að horfa tilbaka, og birtum við hér lista yfir vinsælustu prjónauppskriftir Stroff á árinu 2021. 

Smelltu á myndirnar ef þú hefur áhuga á að skoða uppskriftirnar betur. 

1. Falskur fugl

Falskur Fugl Prjónauppskrift Frá Stroff

Falskur fugl var vinsælasta og söluhæsta prjónauppskrift Stroff á árinu 2021. Enda er uppskriftin ekki fölsk, og peysan alls ekki prjónuð úr fiðri. 

Peysan er prjónuð með tvíbandaprjóni úr þessum garntegundum:

2. Urður oversized peysa

Urður oversized peysa Prjónauppskriftir frá Stroff

Urður er fullorðinsútgáfan af Kára peysunni, og kom út í október 2018. Hún lætur það ekki stoppa sig og er ennþá ein af okkar vinsælustu uppskriftum. Það er skiljanlegt því hún er klassísk, einföld og falleg - og það er ljóst að mjög margir hafa prjónað Urði, og Kára, sem sínar fyrstu peysur.

Urður er prjónuð úr garni sem hefur prjónfestuna 16-18 lykkjur (skoða garn með þessa prjónfestu) á prjóna nr. 6. 

3. Ilmur cardigan

Ilmur peysa prjónauppskrift frá Stroff

Ilmur cardigan kom fyrst út í bókinni Una prjónabók sem við gáfum út, í samstarfi með Sölku Sól. Síðar kom hún einnig út stök í netversluninni, og vinsældirnar halda bara áfram. Einfalt og fallegt mynstur sem er nú að finna í mörgum flíkum (sjá Ilmur lína) í léttri og fallegri peysu. Hvernig gæti þetta klikkað? 

Ilmur er prjónuð með tvíbandaprjóni á prjóna nr. 5,5:

4. Kári oversized rúllukragapeysa

Kári oversized rúllukragapeysa fyrir krakka

Kári kom okkur á kortið. Við gáfum þessa uppskrift út sumarið 2018, og enn er hún á topplistum. Við nefndum meira að segja son okkar Kára eftir að þessi uppskrift kom út! 

Kári er prjónuð úr garni sem hefur prjónfestuna 16-18 lykkjur á prjóna nr. 5,5. 
Smelltu hér til að skoða garntegundir sem henta í Kára peysuna. 

5. Karitas dömupeysa

Karitas dömupeysa prjónauppskrift frá Stroff

Karitas dömupeysa kom út á árinu 2021, og hún kom út með látum! Garnið og litirnar sem við notuðum í frumgerðina selst alltaf hratt upp þegar það kemur í hús. Karitast dömupeysa er prjónuð með tvíbandaprjóni á prjóna nr. 7

6. Frostrós jólahúfa

Frostrós jólahúfa prjónauppskrift frá Stroff

Við reynum að gefa út að minnsta kosti eina jólauppskrift á hverju ári. Frostrós var jólahúfan árið 2021. Hún kom ekki út fyrr en í október og er samt sjötta vinsælasta prjónauppskriftin á árinu. Geri aðrir betur! Þú getur byrjað núna strax að framleiða jólahúfur fyrir næstu jól. 

Húfan er prjónuð á prjóna nr. 3,5 og við mælum með þessu garntegundum: Feeling frá Lana Gatto, Merinocot frá Lana Gatto eða Merino 100% frá Katia

Dúskinn gerðum við sjálf með dúskagerðartólinu úr garninu sem húfan er úr, en einnig er hægt að kaupa tilbúna dúska er gerviefnum. 

7. Karitas cardigan

Karitas cardigan prjónauppskrift frá Stroff

Fyrr á árinu 2021 gáfum við út lokuðu útgáfuna og um vorið kom hneppta peysan. Hún sló ekki síður í gegn. Karitas hneppt peysa er prjónuð með tvíbandaprjóni á prjóna nr. 7.

8. Nótt eftir nótt rúllukragapeysa fyrir fullorðna

Nótt eftir nótt rúllukragapeysa fyrir fullorðna prjónauppskrift frá Stroff

Nótt eftir nótt er ein af þessum sem kom út fyrir rúmlega tveimur árum og er enn að gera gott mót.
Og konurnar ganga alveg í þessari líka! 

Peysan er prjónuð á prjóna nr. 5,5-6 úr garni sem hefur prjónfestuna 16-18 lykkjur. Smelltu hér til að skoða garntegundir sem henta. 

9. Ynja vettlingar fyrir fullorðna

Ynja vettlingar fyrir fullorðna prjónauppskrift frá Stroff

Yndislega einfaldir og fallegir, Ynja vettlingar komu út í september og eru samt níunda vinsælasta uppskriftin. Eitthvað er að virka.

Vettlingarnir eru prjónaðir á prjóna nr. 3,5 úr garni sem gefið er upp á grófari prjóna, svo útkoman er þétt og góð.

Við mælum helst með þessum garntegundum í þessa vettlinga: Arles Merino eða Super Soft eða Katia Merino 100% eða Feeling frá Lana Gatto.

10. Ynja sokkar fyrir fullorðna

Ynja sokkar fyrir fullorðan prjónauppskrift frá Stroff

Sokkar í stíl við vettlingana? Að sjálfsögðu! 

Prjónaðir á prjóna nr. 4 úr garni sem hefur prjónfestuna 19-21 lykkju.
Smelltu hér til að sjá garnið sem hentar.  

11. Nótt eftir nótt rúllukragapeysa fyrir krakka

 Nótt eftir nótt rúllukragapeysa fyrir krakka / börn prjónauppskrift frá Stroff

Jafnt á börn og fullorðna, Nótt eftir nótt uppskriftirnar halda áfram vinsældum sínum.

Peysan er prjónuð á prjóna nr. 5,5-6 úr garni sem hefur prjónfestuna 16-18 lykkjur. 

Smelltu hér til að skoða garntegundir sem henta. 

12. Una eyrnaband

 Una eyrnaband prjónauppskrift frá Stroff

Kom fyrst út í Unu prjónabók og síðar sem stök rafræn uppskrift í netversluninni okkar. Einfalt og krúttlegt, og dúskurinn gerir mikið!

Prjónað á prjóna nr. 5,5 úr Prime Merino eða Merino 100% eða Super Soft frá Lana Gatto

13. Maísól heilgalli og húfa

 

Hvað er krúttlegra en lítið stýri í heilgalla? Ekki margt. Þessi er einn sá allra vinsælasti, en þú getur skoðað alla heilgallana okkar með því að smella hér. 

Gallinn er prjónaður á prjóna nr. 4 og við mælum helst með Katia Merino 100% eða Feeling frá Lana Gatto eða Super Soft frá Lana Gatto

14. Nóra dömupeysa

 Nóra dömupeysa prjónauppskrift frá Stroff

Klassísk, einföld og falleg og til bæði fyrir fullorðna og börn.

Prjónuð á prjóna nr. 4,5 og helst úr þessum garntegundum. 

15. Vesturport vesti

Vesturport vesti prjónauppskrift frá Stroff

Það var mikið vestaæði á árinu og við létum okkar ekki eftir liggja.

Þetta einfalda og fallega vesti er prjónað á prjóna nr. 6 með tvíbandaprjóni úr einum þræði af Feeling frá Lana Gatto og einum þræði af mohair.  

 

Sem fyrr þökkum við öllum okkar viðskiptavinum innilega fyrir samskiptin og viðskiptin á árinu 2021. Vonandi heldur prjónamenningin og áhuginn á íslandi bara áfram að vaxa og við erum stoltir þátttakendur í því! Upp með prjónana.