Umsagnir prjónara
Uppskriftin Una sparisokkar er gefin út í samstarfi stroff.is og Sölku Sólar, en Sjöfn og Salka unnu hugmyndavinnuna og uppskriftina í sameiningu. Sparisokkarnir er bara ein af mörgum uppskriftum í Unu línunni okkar.
Í þá gömlu góðu tíðkaðist að ungbörn fengju heimaprjónaða sparisokka. Okkur fannst því við hæfi, þar sem UNA-línan hefur "vintage" yfirbragð, að bjóða upp á uppskrift að fínu sokkapari sem upplagt er að para saman við kjólinn eða samfelluna úr línunni.
Sokkarnir eru prjónaðar ofan frá og niður með gatamynstri. #unalína
Efni
Þú getur valið úr:
- Mini Soft, Feeling eða VIP frá Lana Gatto.
- www.stroff.is/garn
Stærðir og magn af garni
NB | 50 g |
3-6 mán | 50 g |
6-12 mán | 50 g |
1-2 ára | 50 g |
2-4 ára | 50 g |
4-6 ára | 100 g |
6-8 ára | 100 g |
Prjónfestan í þessum sokkum er sú að 28 lykkjur á prjóna nr. 3,0 gera 10 cm með því að nota Mini Soft frá Lana Gatto.
Það sem þarf
- Sokkaprjónar nr. 3
- Nál til frágangs
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.