HÚFA & STUTTBUXUR - fyrir litla bróður

HÚFA & STUTTBUXUR - fyrir litla bróður

Petit Knitting

Listaverð 1.000 kr tilboð

Þessi uppskrift er á íslensku, og afhendist rafrænt samstundis eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Leiðbeiningar um hvernig skal nálgast uppskriftina er að finna hér.

HÚFA

Efni:
Húfan hans litla bróður er prjónuð neðan frá og upp. Byrjað er á snúru og eyrum, það er tengt í hring með auka uppfiti og eftir það er húfan prjónuð í hring. Ég mæli með merino ull frá t.d. Sandnes (Fjarðarkaup, Tinna), Katia (Föndra, Quilt búðin) eða Drops (Handverkskúnst). Garnið þarf að passa fyrir prjónastærð nr. 4 og gefa upp sömu prjónfestu og er gefin upp í uppskrift (nánar um prjónfestu hér neðar).

Stærðir og ummál húfu:
0-3 mánaða: 30 sm
3-6 mánaða: 34 sm
6-9 mánaða: 36 sm
9-12 mánaða: 40 sm
12-18 mánaða: 43 sm
18-24 mánaða: 45 sm

Það sem þarf:
- 25, 35, 40, 50, 70, 80 gr af garni
- sokkaprjónar nr. 3 og nr. 3,5 - 4
- hringprjónn nr. 3,5 - 4
- nál til frágangs
- dúskur (þarf ekki)

Prjónfesta
24 lykkjur á prj. nr. 3.5 - 4 = 10 sm

BUXUR

Efni:
Buxurnar hans litla bróður eru prjónaðar ofan frá og niður. Ég mæli með merino ull frá t.d. Sandnes (Fjarðarkaup, Tinna), Katia (Föndra, Quilt búðin) eða Drops (Handverkskúnst). Garnið þarf að passa fyrir prjónastærð 4 og gefa upp sömu prjónfestu og er gefin upp í uppskrift (nánar um prjónfestu hér neðar).

Stærðir og ummál:
0-3 mánaða: 30 sm
3-6 mánaða: 34 sm
6-9 mánaða: 36 sm
9-12 mánaða: 40 sm
12-18 mánaða: 43 sm
18-24 mánaða: 45 sm

Það sem þarf:
- 50, 70, 90, 90, 100, 100 gr af garni
- sokkaprjónar nr. 3,5 - 4
- hringprjónn nr. 3,5 - 4
- nál til frágangs
- prjónamerki
- 2 til 3 tölur (eftir smekk)

Prjónfesta
24 lykkjur á prj. nr. 3.5 - 4 = 10 sm

Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.

Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu. 

Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.