Umsagnir prjónara
Prjónabókin "Prjón er snilld!" inniheldur 63 prjónauppskriftir.
Þar af eru 22 uppskriftir af fullorðinspeysum, 14 uppskriftir af barnapeysum, 6 uppskriftir af buxum og göllum á börn, 6 húfu-, vettlinga- og sokkauppskriftir og 4 ungbarnasett. Á myndunum hér á síðunni er hægt að skoða efnisyfirlitið.
Bókin er samansafn af vinsælustu uppskriftum Stroff frá upphafi.
Uppskriftirnar hafa allar komið út áður á www.stroff.is, en nú er einstakt tækifæri til að eignast þær allar á þessu fallega innbundna formi á frábæru verði.
Bókin er 314 blaðsíður, í áberandi fallegu umbroti, myndskreytt með ótrúlega fallegum ljósmyndum Eyglóar Gísladóttur og mun sóma sér vel á kaffiborðum allra landsmanna.
Höfundar bókar er Sjöfn Kristjánsdóttir.
Útgefandi er Sögur útgáfa.
Ljósmyndir tók Eygló Gísladóttir.
Útlit og uppsetningu bókarinnar hannaði Þórhildur L. Sigurðardóttir.
Ef um einhverjar leiðréttingar á bókinni verður að ræða verða þær aðgengilegar hér.