Prjón er snilld!
Prjón er snilld!
Prjón er snilld!
Prjón er snilld!

Prjón er snilld!

STROFF
Listaverð
6.990 kr
Tilboð
6.990 kr
Listaverð
Uppselt
Unit price
per 

Prjónabókin "Prjón er snilld!" inniheldur 63 prjónauppskriftir. 

Þar af eru 22 uppskriftir af fullorðinspeysum, 14 uppskriftir af barnapeysum, 6 uppskriftir af buxum og göllum á börn, 6 húfu-, vettlinga- og sokkauppskriftir og 4 ungbarnasett. Á myndunum hér á síðunni er hægt að skoða efnisyfirlitið. 

Bókin er samansafn af vinsælustu uppskriftum Stroff frá upphafi.
Uppskriftirnar hafa allar komið út áður á www.stroff.is, en nú er einstakt tækifæri til að eignast þær allar á þessu fallega innbundna formi á frábæru verði. 

Bókin er 314 blaðsíður, í áberandi fallegu umbroti, myndskreytt með ótrúlega fallegum ljósmyndum Eyglóar Gísladóttur og mun sóma sér vel á kaffiborðum allra landsmanna.

Höfundar bókar er Sjöfn Kristjánsdóttir. 
Útgefandi er Sögur útgáfa.
Ljósmyndir tók Eygló Gísladóttir.
Útlit og uppsetningu bókarinnar hannaði Þórhildur L. Sigurðardóttir. 

Að prjóna er ekki bara skemmtileg iðja sem oftast gefur af sér hlýlegar og fallegar flíkur heldur veitir prjónið öllum þeim sem það stunda mikla gleði í hjarta, sköpunarkraft í brjóst og einstaka hugarró. Prjón er snilld!
Þetta allt veit Sjöfn Kristjánsdóttir, sem í þessari dásamlegu bók hefur tekið saman allar sínar bestu prjónauppskriftir og þær sem sem eru í hve mestu uppáhaldi hjá henni. Hér má finna glæsilegar flíkur fyrir fullorðna, húfur, peysur, buxur, vettlinga og sokka fyrir börn, á öllum aldri og hlýleg heimferðarsett fyrir þau yngstu. 
Sjöfn ásamt Sölku Sól gaf út metsölubókina UNU PRJÓNABÓK og líkt og í henni er hér lögð rík áhersla á að uppskriftirnar séu á mannamáli, aðgengilegar öllum þeim reynsluminni í prjónaskap sem og reynsluboltum. 

 

Ef um einhverjar leiðréttingar á bókinni verður að ræða verða þær aðgengilegar hér.