Um Prjónadagbókina
Prjónadagbókin mín er nokkurs konar verkdagbók og í hana skráir þú, á persónulegan hátt, prjónaverkin þín. Þannig verður til skemmtileg og falleg bók sem er í senn minningabók um þau verk sem þú hefur prjónað og uppflettibók með hagnýtum upplýsingum um verkin þegar þú þarft á þeim að halda.
Prjónadagbókin er algjörlega tímalaus. Það skiptir engu máli hvort þú afkastar gríðarlega miklu eða prjónar hægt og örugglega, bókin hentar öllum. Í henni er pláss fyrir 50 verkefni. Sumum endist kannski ekki ævin til að fylla bókina á meðan aðrir verða fljótir að því
– en þá er bara að byrja á öðru bindi!
Pláss fyrir allar upplýsingar um 50 verk:
» Uppskriftina, handa hverjum er prjónað, garnið,
aukahlutina, málin, breytingar og athugasemdir.
» Skráðu hvort verkefnið var skemmtilegt og krefjandi.
» Límdu inn mynd af verkinu þínu og miðann af garninu.
Aftast eru auðar, rúðu- og línustrikaðar síður.