Umsagnir prjónara
Þessi prjónauppskrift er á íslensku.
Skuld húfu er mjög einfalt að prjóna. Klæðileg og hylur vel lítil eyru.
Efni: Drops merino extra fine, fæst m.a. í Handverkskúnst. Einnig hægt að nota Smart frá Sandnes (fæst i Rúmfó og Hagkaup og á fleiri stöðum) og Spuna (fæst í Nettó, Rokku og Hagkaup).
Stærðir og magn:
0-6 mánaða: 50gr (1 dokka)
6-12 mánaða: 50gr (1 dokka)
1-2 ára: 100gr (2. Dokkur)
2-4 ára: 100gr (2 dokkur)
4-6 ára: 100gr (2 dokkur)
6-10 ára: 100gr (2 dokkur)
ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.
Það sem þarf:
- hringprjónar nr. 4
- sokkaprjónar nr. 4
- nál til frágangs
- prjónamerki
Prjónfesta
24 lykkjur á prj. nr. 4 = 10 sm
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.