Umsagnir prjónara
Una samfella er fyrsta uppskriftin sem er gefin út í samstarfi stroff.is og Sölku Sólar, en Sjöfn og Salka unnu hugmyndavinnuna og uppskriftina í sameiningu. Samfellan er fyrsta uppskriftin af mörgum sem kemur út í Unu línunni okkar.
Samfellan er prjónuð ofan frá og niður. Fyrst er prjónað fram og til baka (stuttur kafli efst) og svo er tengt í hring.
Efsti hluti samfellunnar er prjónaður með perluprjóni eða að pífu. Síðan er hún prjónuð slétt. Einnig er hægt að gera pífulausa samfellu en þá er allt berustykkið og ermar prjónaðar með perluprjóni.
Efni
Katia Merino Baby
- www.stroff.is/garn
Stærðir og magn af garni
Stærðir | Magn án kraga | Magn með kraga |
NB | 100 gr | 150 gr |
3-6 mán | 150 gr | 200 gr |
6-12 mán | 150 gr | 200 gr |
12-18 mán | 200 gr | 250 gr |
18-24 mán | 250 gr | 300 gr |
Það sem þarf
- hringprjónn nr. 3,5 (40 cm, 60 cm og 80 cm langir)
- sokkaprjónar nr. 3,5
- sokkaprjónar nr. 3 (fyrir stroff á ermum)
- heklunál nr. 3 - 3,5
- nál til frágangs
- prjónamerki
- 4 tölur
Lengd á bol, frá handvegi, að klofstykki
NB: 17 cm
3-6 mán: 20 cm
6-12 mán: 23 cm
12-18 mán: 27 cm
18-24 mán: 30 cm
Ummál á bol
NB: 66 cm
3-6 mán: 70 cm
6-12 mán: 74 cm
12-18 mán: 78 cm
18-24 mán: 82 cm
Lengd á ermum frá handvegi, með stroffi
NB: 16 cm
3-6 mán: 17 cm
6-12 mán: 18 cm
12-18 mán: 21 cm
18-24 mán: 24 cm
Ummál á ermum
NB: 18 cm
3-6 mán: 19 cm
6-12 mán: 20 cm
12-18 mán: 21 cm
18-24 mán: 22 cm
Prjónfestan í þessari samfellu er sú að 26 lykkjur á prjóna nr. 3,5 gera 10 cm með því að nota Merino Baby frá Katia.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.