Umsagnir prjónara
Þessi uppskrift er á íslensku
Með því að ýta á ADD TO CART getur þú keypt þessa fallegu uppskrift.
STYRKÁR er prjónuð neðan frá og upp og í einni heild, þ.e. að ekki þarf að sauma hana saman. Þegar peysan er skoluð/þvegin stækkar hún aðeins – bæði lengist og breikkar (um ½ -1 sm í hvora átt). Þess vegna virðist peysan jafnvel heldur lítil eftir að hún er komin af prjónunum.
Efni:
Merino frá Sandnes garn en hægt er að nota allt garn sem er gefið upp á prjóna nr. 3,5.
Stærðir og magn:
0-6 mánaða: 200gr (þrjár gráar og ein blá)
6-12 mánaða: 200gr (þrjár gráar og ein blá)
1–2 ára: 250gr (fjórar gráar og ein blá)
2-3 ára: 300gr (fjórar gráar og tvær bláar)
3-4 ára: 350gr (fimm gráar og tvær bláar)
4-5 ára: 400-450gr (fimm/sex gráar og tvær/þrjár bláar)
5-6 ára: 450gr (sex gráar og þrjár bláar)
Það sem þarf:
- hringprjónar nr.4
- Sokkaprjónar nr.4
- 3, 4, 4, 5, 5, 5, 6 stk. af trétölum (eða eftir smekk, fer eftir tölum)
- nál til frágangs og til að sauma tölurnar í
- prjónamerki
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.