Umsagnir prjónara
Englahúfan er samstarfsverkefni Gleym mér ei og STROFF, en Gleym mér ei er styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Uppskriftin er af húfu fyrir þá litlu engla sem koma í heiminn og yfirgefa okkur snemma á lífsleiðinni.
Húfan er prjónuð neðan frá og upp með 2x2 stroffprjóni. Húfan hentar vel á litla viðkvæma englakolla þar sem hún er mjög teygjanleg og ekki með böndum.
Uppskriftin er ókeypis, eingöngu þarf að setja hana í körfuna og klára ferlið til að fá hana senda. Hægt er að styrkja Gleym mér ei með frjálsum framlögum.
Gleym mér ei styrktarfélag:
Kennitala: 501013-1290
Reikningsnúmer: 111-26-501013
Efni
Feeling frá Lana Gatto.
Þetta garn varð fyrir valinu þar sem litlir englakollar eru óskaplega viðkvæmir. Í þessu garni er 70% extra fín merinoull, 20% silki og 10% kasmír.
Einnig er hægt að nota Super Soft frá Lana Gatto.
Stærðir | Garnmagn |
12-13 vikur | 50 g - nóg í 10 húfur |
14-15 vikur | 50 g |
16-19 vikur | 50 g |
20-23 vikur | 50 g |
24-27 vikur | 50 g |
28-33 vikur | 50 g |
34-37 vikur | 50 g |
38-40 vikur | 50 g - ein húfa |
Það sem þarf
- Sokkaprjónar nr. 4
- Hringprjónn nr. 4 (30 cm langur)
- Nál til frágangs
- Prjónamerki
Ummál
12-13 vikur: 7 cm
14-15 vikur: 10 cm
16-19 vikur: 13 cm
20-23 vikur: 18 cm
24-27 vikur: 23 cm
28-33 vikur: 27 cm
34-37 vikur: 31 cm
38-40 vikur: 33 cm
Prjónfestan í þessari uppskrift er sú að 23 lykkjur á prjóna nr. 4 gera 10 cm með því að nota einn þráð af Feeling frá Lana Gatto.
Þessi uppskrift er frí og gefin út í samstarfi við Gleym mér ei, styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu.