Umsagnir prjónara
Styrmir barnahúfa
Erfiðleikastig: Einfalt
Húfan er prjónuð neðan frá og upp með kaðalmynstri.
Efni
1 þráður af baby garn frá Rauma og 1 þráður af silk mohair. Þetta garn fæst í ömmu mús. ATH að hægt er að nota allt garn sem passar á prjóna 3-3.5 með mohair þræði. Einnig er hægt að prjóna húfuna úr 1 þræði sem er þá gefið upp á prjóna nr. 4-4.5.
Stærðir og magn af garni
Nýburi: 50 g babygarn og 25 g mohair (150 m per garntegund)
3-6 mán: 50 g babygarn og 25 g mohair (170 m per garntegund)
6-12 mán: 50 g babygarn og 25 g mohair (180 m per garntegund)
1-2 ára: 100 g babygarn og 25 g mohair (200 m per garntegund)
2-4 ára: 100 g babygarn og 25 g mohair (210 m per garntegund)
4-8 ára: 100 g babygarn og 50 g mohair (250 m per garntegund)
8-12 ára: 100 g babygarn og 50 g mohair (280 m per garntegund)
Það sem þarf
Það sem þarf:
- hringprjónar nr. 3.5 og nr. 4 (40 cm langir)
- sokkaprjónar nr. 4
- nál til frágangs
- prjónamerki - 1 hringlaga merki
- Kaðalpjónn
Ummál húfu
Nýburi: 31.5 cm
3-6 mán: 35 cm
6-12 mán: 37.5 cm
1-2 ára: 41 cm
2-4 ára: 44 cm
4-8 ára: 47 cm
8-12 ára: 50 cm
Prjónfestan í þessari uppskrift er sú að 24 lykkjur á prjóna nr. 4 gera 10 cm með því að nota einn þráð af fingering garni og 1 þráð af mohair garni.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.