Umsagnir prjónara
Græna gyðjan er fullorðins peysa er prjónuð úr einum þræði í fínna lagi, ofan frá og niður og í hring, með laskaútaukningu. Garnmagn er gefið upp í samræmi við lengd í uppskrift.
Þessi uppskrift er snúin.
Gæti rifið í hjá þeim reynsluminnstu, en þeir sem vanari eru rúlla henni upp án þess að blikna.
Efni
Peysan á mynd er prjónuð úr Alpaca Wool frá Icewear Garn.
Einnig hægt að nota:
- Puno Petit frá Rauma - fæst hér
- Mitu frá Rauma - fæst hér
- Baby garn frá Rauma (fæst hér) OG Silk Mohair (t.d. þetta hér) prjónað saman
- My Fine Wool frá Gepard (fæst hér) OG Silk Mohair (t.d. þetta hér) prjónað saman
- Merinoull frá KFO (fæst hér) OG Silk Mohair (t.d. þetta hér) prjónað saman
Einnig er hægt að nota Aran grófleika en þá verður peysan ekki eins létt.
Stærð | Garnmagn |
XS | 750 m (ca 300 gr) af hvoru garni ef tveir þræðir eru notaðir. Annars af einu garni. |
S | 875 m (ca 350 g) af hvoru garni ef tveir þræðir eru notaðir. Annars af einu garni. |
M | 1000 m (ca 400 g) af hvoru garni ef tveir þræðir eru notaðir. Annars af einu garni. |
L | 1125 m (ca 450 g) af hvoru garni ef tveir þræðir eru notaðir. Annars af einu garni. |
XL | 1250 m (ca 500 g) af hvoru garni ef tveir þræðir eru notaðir. Annars af einu garni. |
2XL | 1375 m (ca 550 g) af hvoru garni ef tveir þræðir eru notaðir. Annars af einu garni. |
Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 5.5 (80/100 cm)
- Hringprjónn nr. 6 (40, 80 og 100/120 cm)
- Sokkaprjónar nr. 5.5
- Nál til frágangs
- Prjónamerki (helst hringlaga sem komast upp á prjóninn)
Lengd á bol, frá handvegi
XS: 33 cm
S: 35 cm
M: 37 cm
L: 40 cm
XL: 42 cm
2XL: 44 cm
Ummál bolur
XS: 100 cm
S: 108 cm
M: 112 cm
L: 115 cm
XL: 120 cm
2XL: 127 cm
Prjónfestan í þessari peysu er sú að 16 lykkjur á prjóna nr. 6 gera 10 cm.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.