Umsagnir prjónara
Jólauppskriftir Stroff fyrir árið 2020!
Jólanótt settið samanstendur af jólahúfu og vettlingum.
Báðar uppskriftir eru prjónaðar með tvöföldum þræði af Mini Soft frá Lana Gatto.
Það skilar lungamjúkum og ótrúlega hlýjum flíkum fyrir litlu gormana okkar.
Húfa
Efni
Mini Soft frá Lana Gatto - smelltu hér til að skoða.
Stærðir og magn af garni
0-6 mánaða: 100 grömm
6-12 mánaða: 100 grömm
1-4 ára: 100 grömm
5-8 ára: 100 grömm
9 ára+: 150 grömm
ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.
Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 5 - 40 sm langur
- Sokkaprjónar nr. 5
- Nál til frágangs
- Dúskur
- Prjónamerki
Ummál
0-6 mánaða: 32 sm
6-12 mánaða: 34 sm
1-4 ára: 36 sm
5-8 ára: 38 sm
9 ára+: 40 sm
Prjónfestan í húfunni er sú að 20 lykkjur á prjóna nr. 5 gera 10 sm með því að nota tvöfaldan þráð af Mini Soft frá Lana Gatto.
Vettlingar
Efni
Mini Soft frá Lana Gatto - smelltu hér til að skoða.
Stærðir og magn af garni
0-6 mánaða: 50 grömm
6-12 mánaða: 50 grömm
1-2 ára: 50 grömm
2-4 ára: 100 grömm
4-6 ára: 100 grömm
Það sem þarf
Sokkaprjónar nr. 4.5
Nál til frágangs
Spotti í öðrum lit fyrir þumalband
Ummál
0-6 mánaða: 14 sm
6-12 mánaða: 14 sm
1-2 ára: 15 sm
2-4 ára: 17 sm
4-6 ára: 18 sm
Prjónfestan í þessum vettlingum er sú að 22 lykkjur á prjóna nr. 4,5 gera 10 sm með því að nota tvöfaldan þráð af Mini Soft frá Lana Gatto.
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.