ÆVI myndasamkeppni
Af þessu tilefni blásum við til myndasamkeppni með veglegum vinningum.
Keppnin hófst þriðjudaginn 24. september og henni lýkur mánuði síðar, 24. október klukkan 21:00.
Það eina sem þarf að gera til að taka þátt er:
- Kaupa uppskrift úr ÆVI línunni, eina eða fleiri
- Kaupa Katia garn til að prjóna flíkina úr (og Mohair þar sem það á við)
- Prjóna flíkina
- Taka mynd eða myndir
- Senda inn mynd með því að nota formið sem er hér fyrir neðan
ÆVI línuna og garnið sem þarf í hana finnurðu hér.
Ekkert hámark er á fjölda mynda sem hver og einn má senda inn, en það þarf að senda inn eina mynd í einu. Ekki er hægt að senda inn myndir eftir kl 21 þann 24. október.
Þessi samkeppni er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur eða vini til að vinna saman og nýta ólíka hæfileika. Það þarf að prjóna flíkina, það þarf að stilla upp fyrir góða myndatöku með eða án fyrirsætu, og svo þarf að fanga myndina. Jafnvel eiga einhverjir eftir að nýta hæfileika fjölskyldumeðlima til hins ítrasta og vinna myndirnar í myndvinnsluforritum.
Nú er bara um að gera að nýta hugmyndaflugið.
20 fyrstu til að skila inn mynd í samkeppnina fá flottan taufjölnotapoka frá Stroff að gjöf.
VEGLEGIR VINNINGAR
1. Flottasta myndin, uppstilling - með eða án fyrirsætu
- 30.000 kr gjafabréf hjá Stroff
- Veglegur LED borðlampi, með innbyggðum hátalara (bluetooth), gengur fyrir hlaðanlegum batteríum. Mögulega hið fullkomna prjónaljós.
- Fjölnotapoki frá Stroff
2. Frumlegasta eða skemmtilegasta myndin
- 15.000 kr gjafabréf hjá Stroff
- Fjölnotapoki frá Stroff
3. Dregið af handahófi úr öllum innsendum myndum.
- 5.000 kr gjafabréf hjá Stroff
- Fjölnotapoki frá Stroff
Dómnefnd mun velja vinningshafa fyrir vinninga 1 & 2. Vinningur 3 verður dreginn út af handahófi eftir kúnstarinnar reglum.
Dómnefndin verður skipuð 5 ólíkum einstaklingum, þar af verða 2 frá Stroff og 3 utanaðkomandi og algjörlega óháðir aðilar.
Tilkynnt verður um vinningshafa þann 30. október á www.stroff.is
Endilega meldið ykkur á Facebook viðburðinn fyrir samkeppnina með því að smella hér og velja "Going" eða "Interested". Þannig verður auðvelt að fylgjast með öðrum keppendum, fá tilkynningar um stöðu mála og vera með í fjörinu.
Hér fyrir neðan skilarðu inn þinni mynd.
Stroff (Petit Knitting ehf) áskilur sér rétt til að birta og nota þær myndir sem eru sendar inn á vefsíðunni www.stroff.is eða á samfélagsmiðlum Stroff. Við munum ekki nota myndirnar á annan hátt, né gefa þriðja aðila leyfi til notkunar myndanna án þess að ráðfæra sig við eigandur þeirra.