Sækja uppskriftir eftir greiðslu

2. Sækja uppskriftir eftir greiðslu

Athugið sérstaklega að ef engir tölvupóstar berast þér fljótlega eftir kaupin þarftu að athuga í "junk mail" möppuna í tölvupóstinum þínum. Þetta eru sjálfvirkir póstar, og sumir viðskiptavinir okkar finna þá þar en ekki í innhólfi.

2.1 Svona lítur greiðslusíðan út eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. 
Þarna er hægt að ýta á "The transaction has been completed" til að komast aftur yfir á petitknitting.is og fá uppskriftina strax. 

 

2.2 Sé ýtt á hlekkinn í skrefi 2.1 þá tekur þessi síða við þar sem hægt er að ýta á "Download Now", og þar með hleðst uppskriftin niður um leið. Engin bið eftir tölvupósti. 

2.3 Nú hefur einnig borist tölvupóstur frá petitknitting@petitknitting.is sem heitir "Pöntun PKxxxxxx staðfest". Í honum er hægt að smella á "Skoða pöntun"

2.4 Þá birtist aftur síðan þar sem hægt er að ýta á "Download Now"

2.5 Þriðja og síðasta leiðin til að nálgast uppskriftir eftir kaup er að opna annan póst frá okkur sem heitir "Uppskriftirnar frá Petit Knitting eru tilbúnar til niðurhals".
Hann inniheldur hlekk sem skal annað hvort smella á, eða kópera og líma inn í vafra. 

2.6 Hlekkurinn færir þig á síðu þar sem þú getur smellt á "Download Now".