Tilboð vikunnar 16. - 22. september
Nýlega hóf Stroff sölu á "Special Aran With Wool" frá Stylecraft
![]()
- Gæða garn frá frábærum enskum framleiðanda.
- Samanstendur af 80% úrvals akrýl og 20% úrvals ull.
- Mjúkt og gott, en jafnfram slitsterkt garn.
- Hentar því t.d. einstaklega vel í flíkur á litla athafnasama gorma sem reyna vel á úthald handavinnunnar þinnar.
Ekki skemmir fyrir að hver dokka er 400 grömm og inniheldur 816 metra.
Þetta þýðir að- ein dokka dugar í allar stærðir af Kára peysunni nema þá stærstu.
- tvær dokkur duga í allar stærðir af Urði peysu nema þá stærstu
- tvær dokkur er nóg í allar stærðir af Herra Reykjavík, stærsta stærðin er á mörkunum þó.Þessa vikuna verður Special Aran garnið, og þær uppskriftir sem helst er hægt að prjóna úr því, á sérstöku tilboði.- Dokkan af garninu verður á litlar 2.925 kr.- Uppskriftirnar verða líka allar á afslætti.