Umsagnir prjónara
URÐUR oversized peysa er fyrsta uppskrift af fullorðins flík sem Stroff gaf út.
Peysan er í sama stíl og Kári, og sérstakar leiðbeiningar eru í uppskrift fyrir þá sem vilja bæta rúllukraga við.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður og í hring.
Uppskriftin gefur valkosti um efnisval, líka hvort hún er prjónuð úr einum þræði eða úr tveimur þráðum og þá er mohair prjónað með.
Efni og magn af garni
Ef prjónuð með einum þræði
Katia Merino Tweed eða Katia Merino Aran eða Maxi Soft frá Lana Gatto eða Nuvo Irlanda frá Lana Gatto eða Special Aran frá Stylecraft.
XS | 500 g |
S | 600 g |
M | 700 g |
L | 800 g |
XL | 900 g |
Ef prjónuð með tveimur þráðum
Feeling frá Lana Gatto og Angel by Permin eða Silk Mohair frá Lana Gatto eða 50 mohair shades frá Katia.
Stærð | Feeling | Mohair |
XS | 300 g | 100 g |
S | 350 g | 125 g |
M | 400 g | 150 g |
L | 450 g | 150 g |
XL | 500 g | 175 g |
Það sem þarf:
- hringprjónar nr. 6 (40, 80 og 100/120 cm langir)
- sokkaprjónar nr. 6
- nál til frágangs
- prjónamerki
Mál
Lengd á bol upp að handvegi (með stroffi)
XS: 40 cm
S: 44 cm
M: 49 cm
L: 53 cm
XL: 57 cm
Ummál á bol
XS: 110 cm
S: 117 cm
M: 122 cm
L: 130 cm
XL: 135 cm
Lengd á ermum (með stroffi)
XS: 40 cm
S: 44 cm
M: 47 cm
L: 51 cm
XL: 53 cm
Ummál á ermum
XS: 34 cm
S: 36 cm
M: 38 cm
L: 40 cm
XL: 42 cm
Prjónfesta
16 lykkjur á prj. nr. 6 = 10 cm
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti?
Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.