Umsagnir prjónara
Húfan er prjónuð í hring til að byrja með, höfuðstykkið er prjónað fram og til baka og í lokin er húfan tengd aftur í hring.
Í vettlingunum er mynstrið eins og í lambhúshettunni nema nú prjónum við í hring.
Við völdum að prjóna þetta sett úr Katia Merino Sport af því að garnið er einstaklega mjúkt, hlýtt og hentar vel í barnaflíkur - þar sem það má þvo það í þvottavél og setja svo í þurrkarann. Hið fullkomna garn í leikskólaflíkur sem þessar.
Yndislega módelið á forsíðumyndinni er hún Móa frænka okkar, hún var að byrja í leikskóla og fékk þessa lambhúshettu og vettlinga til að fara með í leikskólann. Svo er hann yndislegi Kári okkar líka á myndunum, alveg að verða eins árs með tvær tönnslur í neðri góm.
Efni
Þú getur valið á milli:
- Katia Merino Sport - smelltu hér
- Maxi Soft frá Lana Gatto - smelltu hér.
Litur á mynd er nr. 56 í Merino Sport.
Húfa - stærðir og magn | |
6-12 mán | 100 gr |
12-18 mán | 100 gr |
18-24 mán | 100 gr |
2-4 ára | 150 gr |
Vettlingar - stærðir og magn | |
6-12 mán | 50 gr |
1-2 ára | 50 gr |
2-4 ára | 50 gr |
4-6 ára | 100 gr |
6-8 ára | 100 gr |
Húfa - það sem þarf
- hringprjónn nr. 5 (40 sm)
- hringprjónn nr. 4 (40 sm)
- fyrir kantinn)
- nál til frágangs
- prjónamerki
Vettlingar - það sem þarf
- Sokkaprjónar nr. 3 og 4,5
- nál til frágangs
- spotti af garni í öðrum lit til að setja þumallykkjur á
Húfa - ummál á húfuopi
6-12 mánaða: 32 sm
12-18 mánaða: 34 sm
18-24 mánaða: 35.5 sm
2-4 ára: 37 sm
Vettlingar - þvermál yfir handarbak
6-12 mánaða: 6.5 sm
1-2 ára: 7 sm
2-4 ára: 7.5 sm
4-6 ára: 8 sm
6-8 ára: 8 sm
Prjónfesta
Húfa: 18 l á prj. nr. 5 = 10 sm
Vettlingar: 20l á prj. nr. 4.5 = 10 sm
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.