Umsagnir prjónara
Húfan er prjónuð í hring til að byrja með, höfuðstykkið er prjónað fram og til baka og í lokin er húfan tengd aftur í hring. Með því að prjóna með þessum tveimur þráðum saman verður húfan þykk og þétt og ætti að halda litlum eyrum frá íslenska kuldanum.
Efni
Einn þráður af Nuovo Irlanda frá Lana Gatto og einn þráður af 50 Shades of Mohair eða Silk Mohair frá Lana Gatto eða Angel by Permin.
Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 4 og 5 (40 cm langur)
- Nál til frágangs
- Prjónamerki (ég mæli með lokuðum hringjum)
Ummál á húfuopi
6-12 mán: 32 cm
12-18 mán: 34 cm
18-24 mán: 35,5 cm
2-4 ára: 37 cm
Prjónfestan í þessari húfu er sú að 20 lykkjur á prjóna nr. 5 gera 10 cm með því að nota einn þráð af Nuovo Irlanda frá Lana Gatto og einn af mohair
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.