Umsagnir prjónara
Þessi uppskrift er frí. Settu vöruna með í körfu og gakktu frá pöntuninni.
Ágætis byrjun er verkefni fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í prjóni. Uppskiftunum fylgja ítarlegar leiðbeiningar og hlekkir á myndbönd um helstu undirstöðuatriðin í prjóni. Þessar uppskriftir gefa góða innsýn inn í það hvernig uppskriftirnar okkar eru byggðar upp en við leggjum áherslu á að hafa þær einfaldar, ítarlegar og fallegar.
Peysa
Efni
Katia Merino 100% eða Merinocot frá Lana Gatto.
Stærð | Litur 1 (efri) | Litur 2 (neðri) | Samtals |
0-6 mán | 50 g | 100 g | 150 g |
6-12 mán | 50 g | 150 g | 200 g |
1-2 ára | 100 g | 200 g | 300 g |
2-4 ára | 100 g | 250 g | 350 g |
4-6 ára | 100 g | 300 g | 400 g |
6-8 ára | 100 g | 350 g | 450 g |
8-10 ára | 150 g | 400 g | 550 g |
Það sem þarf:
- Hringprjónar nr. 4 (40 og 60 cm)
- Sokkaprjónar nr. 4
- Nál til frágangs
- Prjónamerki
- Tölur
Lengd á bol, frá handvegi, með stroffi
0-6 mán: 16 cm
6-12 mán: 20 cm
1-2 ára: 23 cm
2-4 ára: 26,5 cm
4-6 ára: 31,5 cm
6-8 ára: 35 cm
8-10 ára: 39 cm
Ummál á bol
0-6 mán: 50 cm
6-12 mán: 55 cm
1-2 ára: 60 cm
2-4 ára: 65 cm
4-6 ára: 70 cm
6-8 ára: 75 cm
8-10 ára: 80 cm
Lengd á ermum frá handvegi, með stroffi
0-6 mán: 16 cm
6-12 mán: 18 cm
1-2 ára: 20 cm
2-4 ára: 23 cm
4-6 ára: 27 cm
6-8 ára: 32 cm
8-10 ára: 40 cm
Ummál á ermum
0-6 mán: 15 cm
6-12 mán: 17,5 cm
1-2 ára: 20 cm
2-4 ára: 22 cm
4-6 ára: 23 cm
6-8 ára: 25 cm
8-10 ára: 27 cm
Prjónfestan í þessari peysu er sú að 23 lykkjur á prjóna nr. 4 gera 10 cm með því að nota Katia Merino 100% eða Merinocot.
Húfa
Efni
Katia Merino 100% eða Merinocot frá Lana Gatto.
Stærð | Magn |
0-6 mán | 50 g |
6-12 mán | 50 g |
1-2 ára | 100 g |
2-4 ára | 100 g |
4-6 ára | 100 g |
6-10 ára | 100 g |
Það sem þarf
- Hringprjónar nr. 4 (40 og 60 cm)
- Sokkaprjónar nr. 4
- Nál til frágangs
- Prjónamerki
Ummál húfu
0-6 mánaða: 32 cm
6-12 mánaða: 34 cm
1-2 ára: 35 cm
2-4 ára: 36 cm
4-6 ára: 38 cm
6-10 ára: 40 cm
Prjónfestan í þessari húfu er sú að 23 lykkjur á prjóna nr. 4 gera 10 cm með því að nota Katia Merino 100%.