EIK heilgalli er prjónaður ofan frá og niður og fram og til baka til að byrja með eða niður að klofi. Eftir það er hann tengdur í hring og prjónaður þannig fram að skiptingu á skálmum. Skálmar og ermar eru prjónaðar í hring.
Þessi uppskrift er einnig partur af settinu Mýkra
Efni
Þú getur valið úr:
- Katia Merino Baby
- Katia Tencel-Merino
- VIP frá Lana Gatto
- www.stroff.is/garn
Hvað þarf mikið af garni miðað við stærð:
Newborn: 150 gr
3-6 mánaða: 200-250gr
6-12 mánaða: 300-350gr
1-2 ára: 400-450gr
2-4 ára: 450-500gr
ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.
Lengd á bol, frá handvegi að klofi
NB: 22 sm
3-6 mán: 25 sm
6-12 mán: 27 sm
1-2 ára: 33 sm
2-4 ára: 37 sm
Ummál á bol
NB: 50 sm
3-6 mán: 57 sm
6-12 mán: 61 sm
1-2 ára: 67 sm
2-4 ára: 72 sm
Lengd á ermum frá handvegi, með stroffi
NB: 16 sm
3-6 mán: 18 sm
6-12 mán: 20 sm
1-2 ára: 24 sm
2-4 ára: 27 sm
Ummál á ermum
NB: 15 sm
3-6 mán: 16 sm
6-12 mán: 17 sm
1-2 ára: 18 sm
2-4 ára: 19 sm
Ummál á skálmum
NB: 23 sm
3-6 mán: 25 sm
6-12 mán: 31 sm
1-2 ára: 33 sm
2-4 ára: 36 sm
Lengd á skálmum
NB: 17 sm
3-6 mán: 20 sm
6-12 mán: 26 sm
1-2 ára: 32 sm
2-4 ára: 36 sm
Það sem þarf:
- hringprjónar nr. 3-3,5 (60 og 80 sm)
og hringprjónar nr. 3 (60 sm)
- sokkaprjónar nr. 3,5
- nál til frágangs
- prjónamerki
- tölur
Prjónfesta
27 lykkjur á prj. nr. 3-3,5 = 10 sm
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu.
Hentar ekki að greiða með korti?
Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.