ESJAR SOKKAR OG ELDAR VETTLINGAR

ESJAR SOKKAR OG ELDAR VETTLINGAR

Petit Knitting
Listaverð
1.000 kr
Tilboðsverð
1.000 kr
Listaverð
Uppselt
Unit price
per 

ESJAR sokkar og ELDAR vettlingar eru tvær frekar einfaldar uppskriftir sem henta öllum þeim sem þykir gaman að prjóna. Það sem þessar flíkur hafa fram yfir aðrar er að þær ná langt upp á olnboga og hné og haldast þar af leiðandi betur á barninu. 

ATH að þessar uppskriftir eru einnig partur af settinu BRUGÐIÐ - HEIMFERÐARSETT og STRIKK PRJÓNASETT

Með því að ýta á ADD TO CART getur þú keypt uppskriftirnar að þessu fallega setti. 

ESJAR SOKKAR

Efni:
Dale Falk Supeswash Ull nr. 2846 en hægt er að nota allt garn sem passar fyrir prjóna 3,5 – 4.

Stærðir og magn:
Stærð 16 - 17: 50gr
Stærð 18 - 19: 100gr
Stærð 20 - 21: 100gr
Stærð 22 - 23: 100gr
Stærð 24 – 25: 150gr
Stærð 26 – 28: 150gr
Stærð 29 – 31: 150gr
Stærð 32 - 34: 150gr
Stærð 35 – 37: 150gr

Það sem þarf:
- Sokkaprjónar nr. 3,5
- nál til frágangs
- prjónamerki

Skammstafanir:
sl: slétt prjón
br: brugðið
umf: umferð
l: lykkja/lykkjur
sm: sentímetrar

 

ELDAR VETTLINGAR

Efni
Dale Falk Superwash Ull nr. 2846 en hægt er að nota allt garn sem passar fyrir prjóna 3,5 – 4. Það er enginn þumall á minnstu stærðinni.

Stærðir
0 – 6 mánaða
6 – 12 mánaða
1 – 2 ára
2 – 4 ára
4 – 6 ára
6 – 8 ára
8 – 10 ára

Það sem þarf
- 50, 50, 50, 50, 100, 100, 100 gr af garni
- sokkaprjónar nr. 3.5
- nál til frágangs

Prjónfesta
25 l á prj. Nr. 3,5 = 10 sm

Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.

Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.