Skip to product information
1 of 9

STROFF

KristjánsDætur

KristjánsDætur

Listaverð 1.200 kr
Listaverð Sale price 1.200 kr
Tilboð Uppselt
Virðisaukaskattur innifalinn

KristjánsDætur er prjónuð neðan frá og upp. Bolurinn er prjónaður í hring ásamt ermum en fram- og bakstykki eru prjónuð fram og til baka.

Uppskriftin er þægileg og stór partur af ferlinu er hægt að prjóna yfir sjónvarpinu! Peysan ber nafn með rentu þar sem Heiða Björg Kristjánsdóttir var mín hægri hönd þegar peysan var hönnuð.

Erfiðleikastig
2 - snúin, en ætti að henta flestum þeim sem kunna að prjóna peysur


Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 5,5 40 cm
- Hringprjónar nr. 7 (40 og 100 cm)
- Sokkaprjónar nr. 5,5
- Nál til frágangs
- Prjónamerki, hringlaga og krækjur

Prjónfesta
14 lykkjur og 18 umferðir = 10 x 10 cm.

Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.

Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu. 

 

Sjá allar upplýsingar