Umsagnir prjónara
Vettlingarnir eru prjónaðir í hring. Það er fljótlegt að prjóna þá, og það sem gerir þá sérstaka er að þeir eru háir upp, með stroffi um úlnlið, og detta því síður af litlum höndum.
STÍGUR sokkar, SÓLON bonnet og SÖLVI vettlingar eru í stíl.
Með því að ýta á ADD TO CART getur þú keypt þessa fallegu uppskrift.
Efni:
Vettlingarnir eru prjónaðir úr Drops merino extra fine og á prjóna nr. 3.5 en hægt er að nota allt það garn sem gengur fyrir þá prjónastærð. Það er enginn þumall á minnstu stærðinni.
Stærðir:
0 – 6 mánaða
6 – 12 mánaða
1 – 2 ára
2 – 4 ára
4 – 6 ára
6 – 8 ára
8 – 10 ára
Það sem þarf:
- 50, 50, 50, 50, 100, 100, 100 gr af garni
- sokkaprjónar nr. 3.5
- nál til frágangs
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.