Umsagnir prjónara
Stúf jólahúfu er auðvelt að prjóna og hægt er að sleppa kaðli ef hann vefst fyrir fólki. Einnig er hægt að setja inn venjulegan kaðal í stað hreindýra kaðalsins ef þið kjósið það frekar. Mér finnst hins vegar kaðallinn setja mikinn svip á húfuna og gerir hana meira lifandi. Í þessa húfu notaði ég Smart frá Sandnes garn. Fæst m.a. í Fjarðarkaup, Rúmfó og Hagkaup. Einnig er hægt að nota Drops merino extra fine en það fæst m.a. í Handverkskúnst. Þó að þessi húfa hafi fengið titilinn jólahúfa er hún alls ekki bundin þeim árstíma. Ég sé hana fyrir mér karrígula, gráa eða antík bleika!
Prjónfesta
24 lykkjur á prj. nr. 4 = 10 sm
Stærðir og magn:
0-6 mánaða: 50gr (1 dokka rauð og 1 dokka grá)
6-12 mánaða: 50gr (1 dokka rauð og 1 dokka grá)
1-2 ára: 100gr (2 dokkur rauðar og 1 dokka grá)
2-4 ára: 100gr (2 dokkur rauðar og 1 dokka grá)
4-6 ára: 100gr (2 dokkur rauðar og 1 dokka grá)
6-10 ára: 100gr (2 dokkur rauðar og 1 dokka grá)
Ummál:
0-6 mánaða: 33.5 sm
6-12 mánaða: 36.5 sm
1-2 ára: 43.5 sm
2-4 ára: 45.5 sm
4-6 ára: 49 sm
6-10 ára: 54 sm
Það sem þarf:
- hringprjónar nr. 4
- sokkaprjónar nr. 4
- nál til frágangs
- prjónamerki
- dúskur
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.
Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.