Una hundapeysa
Una hundapeysa
  • Load image into Gallery viewer, Una hundapeysa
  • Load image into Gallery viewer, Una hundapeysa

Una hundapeysa

STROFF & Salka Sól
Listaverð
1.100 kr
Tilboð
1.100 kr
Listaverð
Uppselt
Unit price
per 

Uppskriftin Una hundapeysa er gefin út í samstarfi stroff.is og Sölku Sólar, en Sjöfn og Salka unnu hugmyndavinnuna og uppskriftina í sameiningu. Hundapeysan er bara ein af mörgum uppskriftum í Unu línunni okkar. 

Hverjir hafa klætt barnið sitt í ákaflega falleg föt og hugsað: "Ég vildi óska að þetta væri til á hunda!"? Allir! Nú, sennilega í fyrsta sinn í sögu íslenskrar prjónahönnunar geta börn, fullorðnir og hundar verið í stíl. Búið ykkur undir dæmandi augnaráð frá fólki á götum úti, en munið að það er bara öfundsjúkt. 

Peysan er prjónuð ofan frá og niður og í hring. Efsti hluti berustykkis er prjónaður með perluprjóni eða að brugðnu umferðinni þar sem pífan verður tekin upp. Eftir það er hún með sléttu prjóni. #unalína 

Efni
Þú getur valið úr: 
- Katia Prime Merino eða Merino 100% frá Katia 
- www.stroff.is/garn

Stærðir og magn af garni

S (miðað við Chihuahua) 100 gr
M (miðað við Cavalier ) 200 gr
L (miðað við Border Collie) 250 gr


Prjónfestan 
í þessari peysu er sú að 22 lykkjur á prjóna nr. 4,5 gera 10 cm með því að nota Prime Merino frá Katia. 

Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 4.5 (40 cm langur fyrir allar stærðir)
- Hringprjónn nr. 4.5 (60 cm langur fyrir stærðir M og L)
- Hringprjónn nr. 4,0, 40 eða 60 cm, fyrir stroff á bol
- Sokkaprjónar nr. 4.5
- Prjónamerki
- Nál til frágangs

Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.

Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar um hvernig uppskriftir eru sóttar eftir greiðslu. 

Hentar ekki að greiða með korti? Hægt er að velja millifærslu sem greiðslumáta í kaupferlinu.